Dagbók 2025

Við hjá plana dagbók skiljum að hver og einn skipuleggur sinn tíma á sinn hátt. Allir hafa sína rútínu og áherslur í sínu daglega lífi og því mikilvægt að geta skipulagt sig eftir því. Við vildum búa til dagbækur sem henta sem flestum og gera þær persónulegar líkt og fyrri ár.

Því kynnum við með stolti Dagbók 2025
Dagbók 2025 er hönnuð með fjölbreytileika í huga. Valmöguleikarnir eru margir og hér förum við yfir möguleikana til að auðvelda þér valið.

 

Valmöguleikarnir

Val 1: Forsíða

  • Þrjár mismunandi forsíður koma til greina

Val 2: Þema

  • Klassískt og stílhreint útlit á innsíðum
  • Litríkt blómaþema á innsíðum

     

Val 3: Vikuyfirlit

1) Lárétt & létt
2) Lárétt & línustrikað
3) Lóðrétt & létt
4) Lóðrétt & línustrikað
5) Tímalína

    

Kostir mismunandi vikuyfirlita

Tölum aðeins um vikuyfirlitin. Áherslur hvers og eins geta verið breytilegar eftir vikum, mánuðum eða árstíðum. Því er mikilvægt að finna það yfirlit sem hentar þínu lífi og þínum þörfum.

1) Lárétt & létt

 

  • Lýsing: Láréttir, tómir kassar - Einn stór, láréttur kassi sem skiptist í stærri kassa og minni kassa með þunnri línu.
  • Kostir: Gífurlega opið plan sem þú getur hannað að vild
  • Hentar: Þeim sem vilja geta haft plönin fjölbreytileg, laus og liðug. Einnig hentar þetta vikuyfirlit þeim sem skrifa stóra stafi.

2) Lárétt & línustrikað

 

  • Lýsing: Láréttir, tómir kassar - Einn stór, láréttur kassi sem skiptist í stærri kassa og minni kassa með þunnri línu. Stærri kassinn línustrikaður en sá minni tómur.
  • Kostir: Formfast plan með pláss fyrir fjölbreytileika.
  • Hentar: Þeim sem vilja geta haf plönin formföst með smá dass af fjölbreytileika.

3) Lóðrétt & létt

 

  • Lýsing: Láréttir, tómir kassar - Einn stór, lóðréttur kassi sem skiptist þrjá jafna kassa með þunnum línum.
  • Kostir: Gífurlega opið plan sem þú getur hannað að vild.
  • Hentar: Þeim sem vilja geta haft plönin fjölbreytileg, laus og liðug. Einnig hentar þetta vikuyfirlit þeim sem skrifa stóra stafi.

4) Lóðrétt & línustrikað

 

  • Lýsing: Láréttir kassar - Einn stór, láréttur kassi með línum.
  • Kostir: Plönin eru lóðrétt en virku dagarnir eru fastir í ákveðnum skorðum. Laugardagar og sunnudagar eru tómir.
  • Hentar: Þeim sem vilja geta haf plönin formföst og lóðrétt.

5) Tímalína

 

  • Lýsing: Lóðrétt tímalína frá kl. 6:00 til 22:00 alla virka daga. Heili tíminn merktur tímanum en hálfi tíminn táknaður með þunnu striki. Laugardagur og sunnudagur eru tómir.
  • Kostir: Eins formfast og það gerist. Hægt að plana daginn sinn í miklum smáatriðum. 
  • Hentar: Þeim sem eru það uppteknir að mikilvægt er að vera með daginn planaðan frá A-Ö.
Aftur í bloggið