Skilmálar

Greiðsluleiðir:

Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum, Netgíró eða Pei.

Greiðsla með greiðslukortum fer í gegnum örugga greiðslugátt Verifone (verifone.is) sem hlotið hefur PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.

Netgíró greiðslur þarf kaupandi að samþykkja og byggir á þjónustu Netgíró. Frekari upplýsingar um þjónustu Netgíró má finna á netgiro.is

Sama gildir um greiðslur í gegnum Pei. Greiðslur þarf kaupandi að samþykkja og byggir á þjónustu Pei. Frekari upplýsingar um þjónustu Pei má finna á pei.is

Sendingarmáti:

Boðið er upp á að pöntun sé send með Póstinum eða Dropp. Þú velur þá leið sem hentar þér best þ.e. heimkeyrsla, póstbox, þjónustustaðir eða pósthús. Hægt er að sjá verð sendingarkostnaðar í greiðsluferli.

Nafnamerktar vörur eru póstlagðar um leið og prentun er lokið. Prentunartími er misjafn eftir vöru en almennt líða ekki meira en 48 tímar frá því að pöntun er gerð þangað til að varan er send af stað til þín.

Ef vara er lengur en viku til þín er alltaf hægt að hafa samband og við getum aðstoðað við að finna pakkann fyrir þig.

Skilafrestur og endurgreiðsla:

Hægt er að hætta við ónafnamerktar vörur áður en hún er póstlögð og fá endurgreitt. Skilyrði fyrir skilum eru að varan sé ónotuð og í upprunalegum umbúðum.

Ekki er hægt að skila nafnamerktum vörum sem afhentar hafa verið.

Ef skila þarf vörum er mikilvægt að hafa samband við okkur í gegnum netfangið okkar planadagbok@gmail.com innan 14 daga frá afhendingu vörunnar.

Plana dagbók áskilur sér þann rétt á að hætta við pöntun á nafnamerktum vörum ef nafnamerking samræmist ekki siðferðislegum sjónarmiðum.

Rafrænum vörum fæst ekki skilað.

Persónuverndarstefnan:

Plana dagbók heitir fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Við leggjum mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf. Við virðum friðhelgi persónuupplýsinga og því miðlum við ekki upplýsingum sem safnast, ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Plana dagbók safnar persónuupplýsingum um þig, eins og nafni, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu pöntunar þinnar, skráningu á póstlista eða annarra samskipta sem fyrirtækið kann að eiga við þig. Fyrirtækið kann einnig að safna fjármálatengdum upplýsingum eins og heimilisfangi reiknings, viðtökustað vörusendingar, símanúmeri og netfangi sem eingöngu eru nýttar til að innheimta greiðslu fyrir þá vöru sem þú kaupir. Allar persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té eða verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við lög 90/2019 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð ESB nr. 2016/679.

Við notum Facebook og Google Ads til að mögulega birta auglýsingar til notenda sem heimsótt hafa vefsvæðið er það er gert án þess að notast við persónugreinanlegar upplýsingar.

Okkar upplýsingar:

Hægt er að hafa samband við okkur varðandi pöntun eða séróskir í gegnum netfang okkar planadagbok@gmail.com. Við munum svara öllum tölvupóstum eigi síður en sólahring síðar.